Frétt
Rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins árið 2014
31. mars 2015- Nafnávöxtun fjárfestingarleiða séreignardeildar sjóðsins var á bilinu 1,7%-6,8% árið 2014 og 5 ára meðalnafnávöxtun 6,9%-10,0%. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna hér.
- Nafnávöxtun tryggingadeildar var 5,6% árið 2014 og 5 ára meðalnafnávöxtun 8,4%. Skuldabréf tryggingadeildar eru gerð upp á kaupkröfu en skuldabréf séreignardeildar eru gerð upp á markaðsvirði.
- Tryggingafræðilega staða samtryggingarsjóðs batnaði um 1,5 prósentustig á árinu. Í lok árs 2014 var hlutfall eigna 2,1% umfram áfallnar skuldbindingar og 1,7% umfram heildarskuldbindingar.
- Hrein eign til greiðslu lífeyris nam um 146 milljörðum í árslok samanborið við 132 milljarða árið 2013 og stækkaði sjóðurinn um 11% á milli ára. Stærð séreignadeildar var um 106 milljarðar og stærð tryggingadeildar um 40 milljarðar.
- Iðgjöld sjóðfélaga og launagreiðenda námu 9,9 milljörðum samanborið við 8,9 milljarða árið áður og jukust um 12%. Lágmarksiðgjöld voru 8,2 milljarðar og viðbótariðgjöld 1,7 milljarðar.
- Lífeyrisgreiðslur úr séreignadeild og tryggingadeild voru 2,1 milljarðar en 1,8 milljarðar árið áður og hækkuðu um 18%. Fyrirframútgreiðslur á séreignarsparnaði námu 1 milljarði en 630 milljónum árið áður og hækkuðu um 60%.
- Heildarfjöldi sjóðfélaga í árslok var um 49.536 og fjölgaði þeim um 1.553 á árinu eða 3%. Fjöldi sjóðfélaga sem valdi að greiða í sjóðinn var 18.991 og fjölgaði þeim um 1.206 á árinu eða 7%.