Frétt

Ætlar þú að sækja um leiðréttinguna fyrir 1. september?

Ætlar þú að sækja um leiðréttinguna fyrir 1. september?

Við viljum minna á að þeir sem hyggjast nýta sér skattfrelsi viðbótarlífeyrissparnaðar til að lækka höfuðstól húsnæðislána þurfa að sækja um fyrir 1. september nk. ef ætlunin er að nýta iðgjöld frá 1. júlí sl. Sótt er um á vef ríkisskattstjóra, leidretting.is

Hámarksnýting skattfrelsis er 750.000 kr. á ári fyrir hjón eða sambúðarfólk en 500.000 kr. fyrir einstaklinga. Mánaðartekjur þurfa að vera 694.444 kr. hjá einstaklingi eða 1.041.667 kr. samanlagt hjá hjónum eða aðilum sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, til að nýta skattfrelsið að fullu m.v. 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda.

Nánari upplýsingar um úrræðið má finna á arionbanki.is/leidrettingin og á leidretting.is.