Frétt

Breyting á stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins

Breyting á stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins

Arion banki, sem er rekstraraðili Frjálsa lífeyrissjóðsins, hefur skipað Jón Guðna Kristjánsson í stjórn sjóðsins. Jón hefur mikla reynslu af rekstri lífeyrissjóða en hann var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) frá 1998 þar til hann lauk störfum fyrir skömmu. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri nokkurra lífeyrissjóða með ábyrgð sveitarfélaga um árabil þar til þeir sameinuðust LSS á síðasta ári.

Jón Guðni tekur sæti Jónmundar Guðmarssonar sem hefur setið í stjórn sjóðsins frá byrjun árs 2007. Stjórn og framkvæmdastjóri sjóðsins þakka Jónmundi fyrir störf hans í þágu sjóðsins sl. sjö ár.
Stjórn sjóðsins er skipuð sjö einstaklingum. Fjórir eru kosnir á ársfundi sjóðsins til tveggja ára í senn og þrír eru skipaðir af Arion banka.