Frétt
Lífeyrismál á mannamáli - Fræðslufundur
27. febrúar 2014Fræðslufundur Arion banka um útgreiðslur lífeyrissparnaðar sem haldinn var í höfuðstöðvum bankans í vikunni heppnaðist vel. Fyrirlesari var Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins. Meðal atriða sem farið var yfir á fundinum voru reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar, samspil útgreiðslna úr lífeyrissparnaði og frá Tryggingastofnun og hvað þarf að hafa í huga áður en ákvörðun um útgreiðslur er tekin. Auk þess var sagt frá Lífeyrisgáttinni sem er nýjung á íslenskum lífeyrismarkaði og aðgerðum ríkisstjórnarinnar hvað varðar möguleika á greiðslu skattfrjáls viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnaðarreikninga.
Næsti fræðslufundur um lífeyrismál verður haldinn í Borgartúni 19 kl. 17:30 þann 11. mars nk. og ber hann yfirskriftina Lífeyrismál á mannamáli.
Skráning hér.