Frétt
Hækkun á frádráttarbæru iðgjaldi í viðbótarlífeyrissparnað heimiluð í júlí 2014
13. janúar 2014Í dag er starfandi einstaklingum heimilt að leggja fyrir 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og draga þau frá skattskyldum tekjum. Samkvæmt flestum kjarasamningum fær launþegi 2% mótframlag frá launagreiðanda. Alþingi hefur með lagabreytingu heimilað að frá og með júlímánuði 2014 hækki frádráttarbært iðgjald einstaklinga upp í 4%. Samkvæmt lögunum munu iðgjöld þeirra einstaklinga, sem greiddu 4% iðgjald áður en frádráttarbært iðgjald var lækkað í 2% í janúar 2012, hækka í 4% frá og með tímabilinu júlí 2014 nema sjóðfélagi hafi óskað eftir öðru. Framkvæmdin verður í höndum launagreiðenda en Arion banki mun upplýsa þá um breytinguna.