Frétt
Fjárfestingarleiðin Frjálsi Áhætta opnuð á ný
23. desember 2013Ákveðið hefur verið að opna fjárfestingarleiðina Frjálsa Áhættu fyrir iðgjöldum nýrra sjóðfélaga og flutningi séreignarsparnaðar til leiðarinnar.
Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á var leiðin lokuð fyrir nýjum sjóðfélögum og flutningi séreignarsparnaðar til að hægja á lækkun á hlutfalli erlendra eigna. Sjóðfélögum, sem höfðu valið leiðina fyrir lokun hennar, hefur verið heimilt að greiða áfram í leiðina og hefur það leitt til þess að hlutfall erlendra eigna hefur lækkað smám saman.
Í dag er hlutfall erlendra eigna leiðarinnar orðið það lágt, eða undir 10%, að ekki er ástæða til að hafa leiðina áfram lokaða. Heildarvægi innlendra og erlendra hlutabréfa er um 30% og stendur því leiðin áfram undir nafni sínu Frjálsi Áhætta.