Frétt
Líflegur fræðslufundur
09. október 2013Það var ánægjulegt að sjá hve margir lögðu leið sína í höfuðstöðvar Arion banka í gær til að fræðast um lífeyrismál. Markmið fundarins Lífeyrismál á mannamáli var að kynna lífeyrismál almennt og lífeyriskerfið á Íslandi og vekja þátttakendur þannig til umhugsunar um framtíðina. Meðal annars var farið yfir þrjár stoðir lífeyriskerfisins, samtryggingarsjóði, séreignarsjóði, eignir og skuldbindingar sjóðanna, mismunandi fjárfestingarstefnur og spá um lýðfræðilega þróun næstu áratuga. Talsverðar umræður sköpuðust meðal fundargesta í lok fundar.
Fyrirlesari var Jón L. Árnason rekstrarstjóri Lífeyrisauka og framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ.
Fræðslufundaröðin heldur áfram, næst verður fjallað um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði þriðjudaginn 12. nóvember, nánar auglýst síðar.