Frétt

Lífeyrismál á mannamáli

Lífeyrismál á mannamáli

Þriðjudaginn 8. október verður haldinn fræðslufundur sem ber yfirskriftina – Lífeyrismál á mannamáli. Þar verður á aðgengilegan hátt fjallað um helstu þætti skyldulífeyrissparnaðar og viðbótarlífeyrissparnaðar, mismunandi lífeyrissjóði, ávöxtun og mikilvægi þess að huga snemma að lífeyrissparnaði sínum. 

Fyrirlesari verður Jón L. Árnason Rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ.

Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19 kl.17:30 og stendur yfir í rúmlega klukkustund. Boðið verður uppá léttar veitingar. 

Allir velkomnir.

Skráning á fræðslufundinn