Frétt
Vel heppnaður fræðslufundur
11. september 2013Fræðslufundur Eignastýringarsviðs Arion banka sem haldinn var í höfuðstöðvum bankans í gær var vel heppnaður. Á fundinum var einkum fjallað um þá þætti sem skapa Frjálsa lífeyrissjóðnum sérstöðu umfram aðra lífeyrissjóði s.s. séreignarmyndun og erfanleika og sköpuðust miklar umræður um sjóðinn.
Fyrirlesari var Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Fræðslufundaröðin heldur áfram í október og nóvember, en fjallað verður um lífeyrismál á mannamáli þriðjudaginn 8. október og fjallað verður um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði þriðjudaginn 12. nóvember. Fundirnir verða nánar auglýstir síðar.