Frétt
Breyting á stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins
03. september 2013Bjarnar Ingimarsson, sem endurkjörinn var í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins á ársfundi 2012 til tveggja ára, sagði sig úr stjórn sjóðsins á stjórnarfundi 29. ágúst sl. Bjarnar er 78 ára gamall og hefur setið samfellt í stjórn sjóðsins frá árinu 1986 en þá var fyrst kosið í stjórn sjóðsins. Stjórn og framkvæmdastjóri sjóðsins þakka Bjarnari fyrir störf hans í þágu sjóðsins sl. 27 ár en hann hefur ætið sinnt stjórnarstörfum af alúð og kostgæfni. Bjarnar mun sitja áfram í endurskoðunarnefnd sjóðsins en hún er að jafnaði kosin á fyrsta stjórnarfundi eftir ársfund.
Sæti Bjarnars í stjórn sjóðsins tekur Anna Sigríður Halldórsdóttir en hún var kosin varamaður í stjórn sjóðsins á síðasta ársfundi.