Frétt
Frábær viðbrögð við fræðslufundaröð Arion banka um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði
17. maí 2013Hátt á annað hundrað manns hafa mætt á fræðslufundaröð Arion banka um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði síðastliðinn mánuð. Vegna mikillar þátttöku á fræðslufund sem haldinn var þann 16. apríl síðastliðinn var bætt við tveimur fundum annars vegar í Borgartúni þann 15. maí og hins vegar á Akureyri þann 16. maí.
Fyrirlesarar voru eins og áður þau Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Inga Tinna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Arion banka.
Þau fóru yfir helstu atriði sem ber að hafa í huga varðandi greiðslur úr lífeyrissparnaði s.s. reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar, skattalega meðferð og samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun. Einnig var Stöðugreinining lífeyrissparnaðar kynnt, en hún gefur sjóðfélögum yfirsýn yfir heildarstöðu lífeyrissparnaðar og áætlaða stöðu við starfslok. Jafnframt svöruðu þau fjölmörgum spurningum fundargesta.
Fleiri fræðslufundir um lífeyrismál eru fyrirhugaðir á árinu – sjá nánar í viðburðardagatali Arion banka.