Frétt
Framboð til stjórnar á ársfundi
18. apríl 2013Frestur til að skila inn framboði í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ársfund rann út 17. apríl sl. Á ársfundinum 24. apríl. nk. verður kosið um tvo aðalmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs.
Eftirtaldir hafa skilað inn framboðum í aðalstjórn:
- Ásdís Eva Hannesdóttir, MBA. Framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Íslandi og núverandi stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
- Guðmundur Óskarsson, rekstrarverkfræðingur (M.Sc). Framkvæmdastjóri upplýsingatækni (CIO) hjá Össuri hf.
- Magnús Pálmi Skúlason, lögfræðingur. Lögmaður hjá Lögskiptum ehf. og núverandi stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
- Anna Sigríður Halldórsdóttir, hagfræðingur. Sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og núverandi varastjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
- Guðmundur Óskarsson, rekstrarverkfræðingur (M.Sc.). Framkvæmdastjóri upplýsingatækni (CIO) hjá Össuri hf.
- Selma Svavarsdóttir, MBA. Sérfræðingur í markaðsdeild Arion banka en hefur sagt upp störfum og ráðið sig á Starfsmannasvið Landsvirkjunar.