Frétt

Góð mæting á fræðslufund um greiðslur úr lífeyrissparnaði

Góð mæting á fræðslufund um greiðslur úr lífeyrissparnaði

Hátt í 100 manns mættu á fræðslufund Eignastýringarsviðs Arion banka sem haldinn var í höfuðstöðvum bankans þriðjudaginn 16. apríl síðastliðinn. Fundurinn fjallaði um greiðslur úr lífeyrissparnaði og hvað bæri að hafa í huga í þeim málum.

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, hélt tölu sem og Inga Tinna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá bankanum.

Þátttaka fór vel fram úr væntingum og hefur fyrir vikið verið ákveðið að bæta við tveimur fundum um málið sem haldnir verða þann 15. maí í Borgartúni 19 (skráning) og 16. maí í Arion banka á Akureyri (skráning).