Frétt
Framboðsfrestur til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins rennur út miðvikudaginn 17. apríl nk.
12. apríl 2013Frestur til að skila inn framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins rennur út miðvikudaginn 17. apríl nk., en framboð til stjórnar skal tilkynna sjóðnum með sannanlegum hætti með a.m.k. sjö daga fyrirvara.
Á ársfundi sjóðsins, þann 24. apríl nk., verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs.
Vakin er athygli á því að í 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er að finna ákvæði um hæfisskilyrði stjórnarmanna lífeyrissjóða. Jafnframt hefur FME sett reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.