Frétt

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn þann 24. apríl nk.

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn þann 24. apríl nk.


Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi, kl. 17:15, í höfuðstöðvum Arion banka að Borgartúni 19.

Dagskrá
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Kynning ársreiknings
  3. Tryggingafræðileg athugun
  4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  5. Kosning stjórnar
  6. Kjör endurskoðanda
  7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
  8. Laun stjórnarmanna
  9. Önnur mál

Á fundinum verður m.a. kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Framboð til stjórnar þurfa að liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir ársfund. Tilkynna ber framboð til stjórnar með sannanlegum hætti. Vakin er athygli á því að í 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er að finna ákvæði um hæfisskilyrði stjórnarmanna lífeyrissjóða. Jafnframt hefur FME sett reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar hér á síðunni og verða aðgengilegar í höfuðstöðvum Arion banka tveimur vikum fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.