Frétt

Góð ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins árið 2012

Góð ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins árið 2012

Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins var góð á árinu 2012 m.v. markaðsaðstæður og allar fjárfestingarleiðir skiluðu jákvæðri nafn- og raunávöxtun á árinu. Þær leiðir sem fjárfesta meira í hlutabréfum voru með hæstu ávöxtun vegna mikillar hækkunar á þeim eignaflokki bæði innanlands og erlendis en nánast allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun á árinu. Upplýsingar um sögulega ávöxtun sjóðsins er að finna hér og upplýsingar um eignasamsetningu einstakra leiða má finna hér. Loks má finna nánari upplýsingar um þróun markaða hér.

Nafnávöxtun 2012 Síðustu 5 ár*
Frjálsi 1 14,1%   8,2%
Frjálsi 2   8,8% 10,5%
Frjálsi 3   5,4% 12,5%
Frjálsi Áhætta   9,8%   8,1%

* Nafnávöxtun síðustu 5 ár á ársgrundvelli m.v. 31. desember 2012.