Frétt

Fyrirframgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar heimilaðar að nýju

Fyrirframgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar heimilaðar að nýju

Alþingi hefur nú heimilað fyrirframgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar að nýju og er viðmiðunardagsetningin 1. janúar 2013. 

Tekið verður á móti umsóknum í útibúum Arion banka um land allt frá og með föstudeginum 4. janúar til og með föstudeginum 11. janúar vegna fyrirframgreiðslna janúarmánaðar. Umsókn um fyrirframgreiðslu þarf í öllum tilfellum að vera skrifleg. Stefnt er að því að fyrirframgreiðsla fari fram einu sinni í mánuði, um 20. hvers mánaðar. Umsókn þarf almennt að berast Arion banka eigi síðar en 10. dag mánaðar (nema 11. janúar) til að fyrsta fyrirframgreiðsla geti átt sér stað 20. sama mánaðar. Opið verður fyrir umsóknir til og með 31. desember 2013.

Hámarksfjárhæð fyrirframgreiðslu er 6.250.000 kr. fyrir skatt samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila m.v. gildistökudag laganna þann 1. janúar 2013. Fjárhæðin greiðist út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánuðum, þ.e. 416.667 kr. á mánuði. Greiðslutímabilið styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða. Athugið að samanlagðar fyrirframgreiðslur frá því í mars 2009 geta aldrei orðið hærri en 6.250.000 kr. 

Nánari upplýsingar veitir Lífeyrisþjónusta Arion banka í síma 444 7000 og á lifeyristhjonusta@arionbanki.is.

Einnig má nálgast upplýsingar á vefsíðu Arion banka, sjá hér.