Frétt
Vel sóttur fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði
05. desember 2012Arion banki bauð til opins fræðslufundar um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði þann 27. nóvember sl.
Fyrirlesarar voru Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Inga Tinna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Arion banka.
Farið var yfir helstu atriði sem ber að hafa í huga varðandi greiðslur úr lífeyrissparnaði s.s. reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar, skattalega meðferð og samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun. Jafnframt svöruðu þau fjölmörgum spurningum fundargesta.
Rúmlega 40 manns sóttu fundinn og lýstu margir hverjir yfir ánægju sinni með fundinn. Vegna mikils fjölda sem skráði sig á fundinn þurfti að loka fyrir skráningu en fyrirhugað er að halda fræðslufund um sama efni fljótlega á nýju ári.