Frétt

Fræðslufundur um séreignarsparnað, þriðjudaginn 25. september - allir velkomnir

Fræðslufundur um séreignarsparnað, þriðjudaginn 25. september - allir velkomnir

Á fræðslufundinum verður fjallað um séreignarsparnað almennt, séreignarsjóðinn Lífeyrisauka og margvíslega þjónustu Arion banka við sjóðfélaga.

Lífeyrisauki er nú stærsti og fjölmennasti séreignarsjóður á Íslandi sem eingöngu tekur við viðbótarlífeyrissparnaði, stofnaður árið 1999. Sjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 48 milljarðar að stærð og fjöldi sjóðfélaga er um 64 þúsund. Sjóðurinn er opinn öllum sem kjósa að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað.

Fyrirlesari er Haraldur Yngvi Pétursson, rekstrarstjóri Lífeyrisauka.

Fundurinn er opinn öllum og verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 25. september kl. 17:30. Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og eru léttar veitingar í boði.

Ráðgjafar verða á staðnum til aðstoðar, fyrir og eftir fund.

Allir velkomnir.