Frétt

Hækkun á vöxtum lífeyrissjóðslána

Hækkun á vöxtum lífeyrissjóðslána

Verðtryggðir vextir lífeyrissjóðslána Frjálsa lífeyrissjóðsins hækka í 2,94% frá og með 15. júlí.

Vextir lánanna eru endurskoðaðir á þriggja mánaða fresti og taka mið af meðalávöxtunarkröfu íbúðabréfa HFF34 síðustu þrjá almanaksmánuði að viðbættu vaxtaálagi sem stjórn sjóðsins ákveður, nú 0,6%.

Hækkunin gildir einnig um þau lán sem hafa verið tekin til þessa.