Frétt
Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins
27. apríl 2012Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn 25. apríl sl. Á fundinum var m.a. kynntur ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2011 þar sem fram kom að fjárfestingarleiðir sjóðsins hefðu skilað 9,5%-14,7% nafnávöxtun en tryggingadeildin 9,0% nafnávöxtun. Hrein eign sjóðsins var um 99,7 milljarðar kr. í lok árs og stækkaði sjóðurinn um 14,5% á árinu.
Sjálfkjörið var í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins
Ásgeir Thoroddsen og Bjarnar Ingimarsson voru sjálfkjörnir í stjórn sjóðsins til næstu tveggja ára, þar sem aðeins tvö framboð bárust. Selma Svavarsdóttir var einnig sjálfkjörin sem varamaður til eins árs.
Tillögur um breytingar á samþykktum
Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins voru samþykktar samhljóða.
Stjórnarlaun
Samþykkt var að mánaðarlaun stjórnarmanna yrðu 97.500 kr. og tvöföld til stjórnarformanns.
Deloitte endurskoðandi sjóðsins
Samþykkt var tillaga stjórnar um að Deloitte yrði endurskoðandi sjóðsins.
Fundargerð ársfundar verður birt á vefnum innan fárra daga.