Frétt

Framboð til stjórnar á ársfundi

Framboð til stjórnar á ársfundi

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ársfund rann út 18. apríl sl. Á ársfundinum 25. apríl. nk. verður kosið um tvo aðalmenn til tveggja ára og einn varamann til eins árs. 

Eftirtaldir hafa skilað inn framboðum í aðalstjórn: 

  • Ásgeir Thoroddsen. Lögmaður og stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins.
  • Bjarnar Ingimarsson. Lífeyrisþegi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum sl. 26 ár.
  • Ragnar Birgisson. Rekstrarhagfræðingur. 

Einn skilaði inn framboði í varastjórn og er viðkomandi því sjálfkjörinn: 

  • Selma Svavarsdóttir. BS í viðskiptafræði og MBA. Sérfræðingur á Þróunar- og markaðssviði Arion banka.