Frétt

Vel sóttur fræðslufundur

Vel sóttur fræðslufundur

Arion banki bauð viðskiptavinum sínum á opinn fræðslufund um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði þann 28. febrúar sl.

Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs bauð gesti velkomna. Fyrirlesarar voru Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og Theódór Friðbertsson, sérfræðingur í Eignastýringu Arion banka.

Farið var yfir helstu atriði sem ber að hafa í huga varðandi greiðslur úr lífeyrissparnaði s.s. reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar, skattalega meðferð og samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun.

Um 70 manns sóttu fundinn og nýttu margir fundarmenn sér ráðgjöf sérfræðinga eftir fundinn.