Frétt

Útgreiðslur séreignarsparnaðar skerða eingöngu uppbætur á lífeyri en ekki aðrar greiðslur frá Tryggingastofnun

Útgreiðslur séreignarsparnaðar skerða eingöngu uppbætur á lífeyri en ekki aðrar greiðslur frá Tryggingastofnun

Í ljósi fréttaflutnings RUV þann 8. febrúar sl. er rétt að taka fram eftirfarandi:

Ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun samanstanda af ellilífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót, orlofs- og desemberuppbót auk framfærsluuppbótar. Eingöngu er heimilt að greiða framfærsluuppbót til elli- örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án hennar.

Vakin er athygli á því að útgreiðslur séreignarsparnaðar skerða eingöngu framfærsluuppbót og uppbót vegna kostnaðar (t.d. vegna mikils lyfjakostnaðar) en ekki aðrar greiðslur frá Tryggingastofnun. Þannig skerða útgreiðslur séreignarsparnaðar ekki ellilífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót né orlofs- og desemberuppbót.