Frétt
Vel heppnaður kynningarfundur
03. febrúar 2012Arion banki bauð viðskiptavinum sínum á opinn kynningarfund í gær, 1. febrúar. Starfsmenn Eignastýringar Arion banka fóru yfir áhrif tímabundinnar lækkunar viðbótarlífeyrissparnaðar úr 4% í 2% á ráðstöfunartekjur launþega og kynntu úrval sparnaðarleiða innan bankans. Var fundurinn vel sóttur og nýttu margir fundarmenn sér ráðgjöf sérfræðinga eftir fundinn.
Til upplýsinga má sjá hér hvaða sparnaðarform samsvara mismunandi fjárfestingarleiðum í viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka, auk þess sem þar má finna reiknivél sem sýnir auknar ráðstöfunartekjur vegna ofangreindra breytinga.