Frétt

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE).

Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa.

Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi skilað sjóðfélögum góðri ávöxtun þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn kynnt nýja þjónustu sem marki ný tímamót en hún felur í sér að hámarka útgreiðslur sjóðfélaga úr lífeyrissparnaði, almennum sparnaði og almannatryggingum.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 100 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 42 þúsund talsins. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% lágmarksiðgjald og hentar jafnframt þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn. 

IPE er eitt virtasta fagtímarit Evrópu um lífeyrismál. Árlega veitir tímaritið þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati sérfræðinga IPE hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu. Danski lífeyrissjóðurinn ATP var valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu að þessu sinni. 

Theódór Friðbertsson, tekur við verðlaununum f.h. Frjálsa lífeyrissjóðsins.