Frétt

Hámarks veðhlutfall lána hækkar í 65%

Hámarks veðhlutfall lána hækkar í 65%

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að hækka hámarks veðhlutfall lána sem sjóðfélögum standa til boða.

Fasteignaveð í eigu skuldara þarf að vera til tryggingar sjóðfélagalánum og hefur veðsetning verið tímabundið 60% af metnu markaðsverði íbúðarhúsnæðis, vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Nú hefur verið ákveðið að hækka veðsetningarhlutfallið í 65% af metnu markaðsvirði húsnæðis. Veðsetning má þó aldrei vera hærri en 100% af brunabótamati.

Nánar má lesa um lánareglur Frjálsa lífeyrissjóðsins hér.