Frétt

Framboð til stjórnar á ársfundi

Framboð til stjórnar á ársfundi

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ársfund rann út 6. apríl sl. Á ársfundinum 13. apríl. nk. verður kosið um tvo aðalmenn og tvo varamenn til tveggja ára.

Eftirtaldir hafa skilað inn framboðum í aðalstjórn:

  • Ásdís Eva Hannesdóttir, MBA. Framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Íslandi
  • Guðmundur Árnason. Sölustjóri hjá Dynax ehf.
  • Haukur F. Leósson. Lífeyrisþegi og fyrrverandi skrifstofustjóri
  • Magnús Ragnar Guðmundsson, lyfjafræðingur og MBA. Portfolio Manager hjá Medis ehf.
  • Magnús Pálmi Skúlason, lögfræðingur. Lögmaður hjá Lögskiptum ehf.

Tveir skiluðu inn framboðum í varastjórn og eru þeir því sjálfkjörnir:

  • Bjarni Kristjánsson. Forstöðumaður sölu- og þjónustu hjá Okkar líftryggingum hf.
  • Guðmundur Freyr Sveinsson, stjórnmálafræðingur og MPA. Aðstoðarskólastjóri Vatnsendaskóla