Fræðslufundur um áhrif lagabreytinga vegna útgreiðslu séreignar

Á fundinum verður farið yfir áhrif lagabreytinga sem taka gildi 1. janúar 2023. Áhersla verður lögð á þann hluta lagabreytinganna sem snýr að áhrifum útgreiðslna séreignar á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Einnig verður stutt umfjöllun um ávöxtun sjóðsins.

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 26. október kl. 17.30-18.30. Fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Vinsamlegast skráðu þig á fundinn veljir þú að mæta á fundarstað.

Skráning